Veldu bíl og leigulengd og skoðaðu hagstætt verð

Við staðfestum leiguna eins fljótt og kostur er

Akstur og Ökumenn

Akstur á Langtímaleigu 2023.

Innifalinn akstur í langtímaleigu er 1.500 km á mánuði eða 15.000 km á ári. 

Hægt er að kaupa umsamda umframkílómetra á mánuði.

  Fólksbílar Jeppar, Fjölsæta og Sendibílar Rafmagnsbílar
1500 km/mán Innifalið Innifalið Innifalið
1750 km/mán 2.500 kr/mán 3.500 kr/mán 2.500 kr/mán
2000 km/mán 5.000 kr/mán 7.000 kr/mán 5.000 kr/mán
2250 km/mán 9.750 kr/mán 14.250 kr/mán 9.750 kr/mán
2500 km/mán 14.750 kr/mán 21.250 kr/mán 14.750 kr/mán

 

Þarft þú fleiri en 3000 kílómetra á tímabilinu? Ekkert mál, þú getur bætt við fleiri umsömdum umframkílómetrum við afhendingu. Umsamdir umframkílómetrar sem keyptir eru fyrirfram kosta 19 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 29 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Ef bílnum er skilað og búið er að keyra fleiri kílómetra en þá sem voru umsamdir á samningnum gildir verð fyrir óumsamda umframkílómetra. Óumsamdir umframkílómetrar sem greiddir eru eftir að bílnum er skilað kosta 49 kr/km fyrir fólksbíla og rafmagnsbíla, 59 kr/km fyrir litla jeppa og fjölsæta bíla.

Við biðjum til viðskiptavina að fylgjast vel með akstrinum. Ef þú ert að fara fram yfir kílómetrafjöldann sem þú varst búin að semja um í upphafi leigunnar endilega hafðu samband við okkur til að bæta við kílómetrum. 

Ökumenn á langtímaleigu bíl

Innifalið eru ótakmarkaðir ökumenn sem eru 17 ára eða eldri. Ekki þarf að skrá eða greiða fyrir auka ökumenn í langtímaleigu.

Leigutaki ber ávalt ábyrgð á leigutækinu.

 

Ungir leigutakar á langtímaleigu bíl (19-20 ára)

Einstaklingum undir 19-20 ára stendur boða að leigja langtímaleigubíl hjá Thrifty Langtímaleigu. Leigutaki greiðir aukalega við leigugjaldið 4.990 kr á mánuði. 

 

Ökumenn í æfingarakstri 

Einstaklingum býðst að fá akstursleyfi fyrir börn sín á langtímaleigubíl. Greitt er fyrir ökumenn í æfingarakstri 3.900 kr á mánuði.  Ökumenn mæta á skrifstofuna ásamt leigutaka með ökuskírteini sitt. Leigutaki ber ábyrgð á þeim ökumönnum sem eru skráðir á leigusamning hans. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við langtimaleigaabil@langtimaleigaabil.is.