Atvinnu Rafbílar í langtímaleigu

 

Thrifty langtímaleiga býður nú nýja 100% atvinnu rafbíla í langtímaleigu. 

Atvinnu Rafbílar í langtímaleigu er hagkvæmur kostur. Þægilegir, eyða litlu rafmangi og rafbílar henta vel fyrir fyrirtæki eða einstaklinga í rekstri.

Við bjóðum uppá bíla frá bílaframleiðendunum Polestar, Volvo, Ford, Peugeot, Citroen og Opel.

Í Vefsýningarsal Brimborgar er hægt að sjá bíltegund, týpu, aukabúnað, lit og margt fleira. Einnig er hægt að sjá stöðu bílsins og hvenær ákveðinn bíll er laus til afgreiðslu. Smelltu á myndina og sendu fyrirspurn.

 

Innifalið í verðinu:

  • Föst mánaðarleg greiðsla.
  • Bifreiðagjöld.
  • 1.500 km í akstur á mánuði eða 18.000 km á ári. Þú getur valið auka km eftir þínum þörfum.
  • Dekkjaskipti að vori og hausti. Viðskiptavinur getur valið nagladekk í stað vetrardekkja honum að kostnaðarlausu.
  • Þjónustuskoðun á 12 mánaða fresti skv. þjónustuáætlun bíls.
  • Ótakmarkaðir ökumenn. Ekki þarf að skrá eða greiða fyrir auka ökumenn í langtímaleigu.
  • Lánsbíll án endurgjalds tímabundið ef leigutæki bilar, verður fyrir tjóni eða verður óökufært samkvæmt skilyrðum skilmála.
  • Ábyrgðar og kaskótrygging með tiltekinni sjálfsábyrgð. Hægt er að bæta við tryggingum.

 

Lágmarks leigutími rafbíla eru 12 mánuðir.

Einstaklingar : Greiðsla fer eingöngu fram í gegnum kreditkort. Viðskiptavinur skal framvísa gild ökuskírteini og kreditkorti í sínu nafni við afhendingu bílsins. Sýndarkort eins og í gegnum Apple Pay eru ekki tekin gild. Fyrir mánaðarleigur greiðir viðskiptavinur fyrsta mánuðinn og greiðir svo einn mánuð í tryggingu við afhendingu bílsins. Mánuður í tryggingu er endurgreitt við lok leigutímabilsins ef ökutæki er tjónlaust og ekkert útistandandi.

Fyrirtæki : Fyrirtækjum býðst kostur á að sækja um reikningsviðskipti við Brimborg ehf.

Skilyrði : Skilyrði langtímaleigu er að viðskiptavinur gefi leyfi til uppflettingar á kennitölu hjá Credit Info. Thrifty bílaleiga fylgir ferlum Brimborgar ehf. varðandi fjárhagslegs mat og getur hafnað eða samþykkt langtímaleigu hverju sinni ef gögnin uppfylla ekki skilyrði.

Ívilnun : Ívilnun samkvæmt RSK. Leiguverð rafbíla hækkar um 24% þegar virðisaukaívilnun á útleigu rafbíla fellur niður 31.12.2023. Allir samningar hækka þá óháð því hvort þeir voru gerðir fyrir þann tíma. Leigutaki getur þá skilað bíl eða haldið áfram og greitt hærra gjald.

 

100% atvinnu rafbílarnir eru:

 

Citroen e-Berlingo 100% rafmagnssendibíll.

SKOÐA CITROEN E-BERLINGO Í VEFSÝNINGARSAL

SENDA FYRIRSPURN

Verð frá 97.900 kr/mán

 

 

Citroen e-Jumpy 100% rafmagnssendibíll.


SKOÐA CITROEN E-JUMPY Í VEFSÝNINGARSAL

SENDA FYRIRSPURN

Verð frá 121.880 kr/mán

Langtímaleiga Atvinnu Rafbílar