Kostir langtímaleigu

Þú einfaldar sannarlega líf þitt með því að taka bíl í langtímaleigu. Þú sleppur við ýmsan kostnað eins og tryggingar, bifreiðagjöld og margt fleira. Auk þess sem þú þarft ekki að standa í því að geyma dekk, selja bílinn, og svo framvegis! 

content image
content image

Langtímaleiga er einfaldlega frábær valmöguleiki

Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sjá sér hag í því að taka bíl í langtímaleigu. Leigutaki greiðir mánaðarlegt gjald og öll þjónusta er innifalin. Við hjá langtímaleigu Brimborgar bjóðum Ford, Mazda, Citroën, Opel, Volvo, Polestar og Peugeot bíla í fjölbreyttu úrvali í langtímaleigu á hagstæðu verði.

Langtímaleiga er að lágmarki í 12 mánuði og að hámarki í 36 mánuði í senn en auðvelt er að framlengja leigusamninginn.

Skiptibílar gera þetta enn auðveldara!

Viðskiptavinir sem eru með bíl í langtímaleigu hjá Brimborg hafa gríðarlega mikinn sveigjanleika, því við bjóðum þeim upp á skiptibíla eftir þörfum. Segjum sem svo að þú þurfir tímabundið bíl með hjólafestingum eða sjö manna bíl, svo dæmi sé tekið, þá fyllirðu bara út umsókn og við reynum að græja það á alveg frábæru verði.

content image

Innifalið í verðinu:

  • Ábyrgðar og kaskótrygging með tiltekinni sjálfsábyrgð. Hægt er að bæta við tryggingum.
  • Lánsbíll án endurgjalds tímabundið ef leigutæki bilar, verður fyrir tjóni eða verður óökufært samkvæmt skilyrðum skilmála.
  • 1.500 km í akstur á mánuði eða 18.000 km á ári. Þú getur valið auka km eftir þínum þörfum.
  • Þjónustuskoðun eða smurþjónustu á 12 mánaða fresti skv. þjónustuáætlun bíls.
  • Dekkjaskipti að vori og hausti. Viðskiptavinur getur valið nagladekk í stað vetrardekkja honum að kostnaðarlausu.
  • Tveir ökumenn, 21 árs eða eldri. Hægt er að bæta við ökumönnum.
  • Bifreiðagjöld