Veldu bíl og leigulengd og skoðaðu hagstætt verð
Rekstrarleiga á bíl
Rekstrarleiga á bíl er frábær kostur fyrir alla sem vilja síður binda fjármagn í nýjum bíl og losna við umstang sem fylgir því að eiga og reka bíl. Við bjóðum ýmsar tegundir bíla, hvort sem er dísil, bensín, rafbíla eða tengiltvinnbíla í rekstrarleigu til lengri eða skemmri tíma. Rekstrarleiga er auðvitað hagstæðari eftir því sem leigutíminn er lengri. Við erum alla jafna með mörg flott bílamerki í boði, eins og Ford, Mazda, Polestar, Volvo, Opel, Citroën og Peugeot og birtum á vefnum hvaða bílar eru tilbúnir í rekstrarleigu hverju sinni.
Rekstrarleiga á bíl hefur marga kosti í för með sér
Innifalið í verðinu:
- Föst mánaðarleg greiðsla með 24% virðisaukaskatti.
- Bifreiðagjöld.
- 1500 km í akstur á mánuði að meðaltali. Þú getur valið fjölda km eftir þínum þörfum.
- Dekkjaskipti að vori og hausti. Sumardekk og vetrardekk (nelgd / ónelgd) í boði.
- Þjónustuskoðun með smurþjónustu á 12 mánaða fresti skv. þjónustuáætlun bíls.
- Ótakmarkaðir ökumenn. Ekki þarf að skrá eða greiða fyrir auka ökumenn í langtímaleigu.
- Lánsbíll án endurgjalds tímabundið ef leigutæki bilar, verður fyrir tjóni eða verður óökufært samkvæmt skilyrðum skilmála.
- Ábyrgðar og kaskótrygging (Silfur kaskótrygging) með 350.000 kr. sjálfsábyrgð. Hægt er að bæta við tryggingum.