Veldu bíl og leigulengd og skoðaðu hagstætt verð
Skilmálar langtímaleigu á bílum
Skilmálarnir okkar eru skýrir og einfaldir.
Við hvetjum viðskiptavini okkar að vera búin að kynna sér skilmálana okkar hér að neðan áður en bílaleigubíllinn er sóttur.
Smelltu hér til að sjá skilmálana á Íslensku
Afbókunar- og endurgreiðsluskilmálar
Þú getur auðveldlega afbókað pöntunina þína með því að hafa samband við okkur.
Leiga fæst að fullu endurgreidd ef hún er afbókuð 3 dögum fyrir áætlaða afhendingardagsetningu.
Ef viðskiptavinir standast ekki credit info athugun eftir að bókun hefur verið gerð fæst leigan að fullu endurgreidd.
Greiðsla og Credit info.
Greiðsla fer eingöngu fram í gegnum kreditkort. Viðskiptavinur skal framvísa gild ökuskírteini og kreditkorti í sínu nafni við afhendingu bílsins. Sýndarkort eins og í gegnum Apple Pay eru ekki tekin gild. Fyrir mánaðarleigur greiðir viðskiptavinur fyrsta mánuðinn og greiðir svo einn mánuð í tryggingu við afhendingu bílsins. Mánuður í tryggingu er endurgreitt við lok leigutímabilsins ef ökutæki er tjónlaust og ekkert útistandandi.
Fyrirtæki.
Fyrirtækjum býðst kostur á að sækja um reikningsviðskipti við Brimborg ehf.
Skilyrði langtímaleigu.
Skilyrði langtímaleigu er að viðskiptavinur gefi leyfi til uppflettingar á kennitölu hjá Credit Info. Thrifty bílaleiga fylgir ferlum Brimborgar ehf. varðandi fjárhagslegs mat og getur hafnað eða samþykkt langtímaleigu hverju sinni ef gögnin uppfylla ekki skilyrði.
Ívilnun rafbíla.
Ívilnun samkvæmt RSK. Leiguverð rafbíla hækkar um 24% þegar virðisaukaívilnun á útleigu rafbíla fellur niður 31.12.2023. Allir samningar hækka þá óháð því hvort þeir voru gerðir fyrir þann tíma. Leigutaki getur þá skilað bíl eða haldið áfram og greitt hærra gjald.