Veldu bíl og leigulengd og skoðaðu hagstætt verð

Við staðfestum leiguna eins fljótt og kostur er

Þjónusta og Dekk

Þjónustuskoðanir og smurþjónusta 

Höfuðborgarsvæðið

Innifalið í leiguverðinu er allt viðhald bílsins, þjónustuskoðanir og smurþjónusta. Þegar komið er að þjónustu á langtímaleigubílnum þínum þá getur þú einfaldlega valið viðeigandi verkstæði með því að smella á mynd hér að neðan fyrir langtímaleigubílinn þinn og pantað þér tíma í þjónustuskoðun. 
Vinsamlegast skrifaðu í athugasemd að bíllinn sé í langtímaleigu.

Ford verkstæðiVolvo verkstæði
Mazda verkstæðiCitroën verkstæði 
Peugeot verkstæði

Þú sendir okkur svo afrit af bókuninni þinni á langtimaleiga@langtimaleigaabil.is um leið og þú pantar og við finnum til fyrir þig bíl til skiptana á meðan langtímaleigubíllinn er í þjónustuskoðun.

Þú kemur svo einfaldlega með langtímaleigubílinn til okkar í bílaleiguna tímanlega fyrir bókaðan tíma, færð skiptibíl og við komum langtímaleigubílnum á verkstæði. Við höfum svo samband þegar hann er klár.

Einfalt, þægilegt og enginn kostnaður fyrir þig!

Akureyri

Hafðu samband við okkur í gegnum langtimaleiga@langtimaleigaabil.is eða í síma 515 7050 með bílnúmerinu á bílnum þínum og hvenær hentar þér best að koma með bílinn í þjónustuskoðun. Við leiðbeinum þér með næstu skref. 

Dekkjaskipti

Dekkjaskipti tvisvar á ári eru innifalin í leiguverðinu. Sumardekk að vori og vetrardekk að hausti. Viðskiptavinur getur valið nagladekk í stað vetrardekkja honum að kostnaðarlausu. 

Dekkjaskipti á höfuðborgarsvæðinu:

Dekkjaskipti á höfuðborgarsvæðinu fara fram á Max 1. Þegar komið er að dekkjaskiptum getur þú smellt hér fyrir neðan á myndina eða farið inná www.noona.is/max1 og pantað þér tíma í dekkjaskipti á einhverju af okkar 3 verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Þegar komið er á staðinn lætur þú einfaldlega vita að um langtímaleigubíl sé að ræða og færð þér svo kaffi á meðan skipt er um dekkin þín.

Max 1

Dekkjaskipti á Akureyri:

Hafðu samband við okkur í gegnum langtimaleiga@langtimaleigaabil.is eða í síma 515 7050 með bílnúmerinu á bílnum þínum og hvenær hentar þér best að koma með bílinn í dekkjaskipti. Við leiðbeinum þér með næstu skref.