Tryggingar

Silfur kaskótrygging er innifalin í leiguverði og er ábyrgðar- og kaskótrygging með sjálfsábyrgð 250.000 kr/ 350.000 kr (fer eftir stærð langtímaleigubíls)

content image
content image

Hægt er að lækka sjálfsábyrgð og auka tryggingarvernd með kaupum á :

  • Platínum kaskótryggingu. Engin sjálfsábyrgð.
  • Platínum kaskótrygging nær yfir tjón á rúðum, framljósum, skemmdum á lakki vegna grjótkasts og tjóni á undirvagni.
  • Platínum kaskótryggingin nær aukalega yfir skemmdir á dekkjum og felgum.
Verð á mánuði  kr. 12.590,-

Mánaðarleiga - Tryggingamöguleikar

Langtímaleigubíll er tryggður en leigutaki ber ábyrgð á að fara vel með langtímaleigubílinn og ber ábyrgð á tjóni undir sjálfsábyrgðarupphæð og tjóni sem hann veldur ef notkun hans á bílnum brýtur í bága við skilmála og umferðarlög.

Silfur kaskótrygging er innifalin í leiguverði og er ábyrgðar- og kaskótrygging með sjálfsábyrgð 250.000 kr á fólksbílum og 350.000 kr á jeppum og rafmagnsbílum.

content image

Algengar spurningar um tryggingar á langtímaleigu

Hvernig trygging fylgir með bílnum

Allir bílarnir okkar eru með svo kallaða Silfur kaskótryggingu sjálfsábyrgð á henni er 250.000 kr. og 350.000 kr. fyrir sendibíla og stærri jeppa.

Platínum kaskótrygging

Hægt er að borga aukalega fyrir Platínum kaskótryggingu en verðið á henni er 12.590 kr. á mánuði.
Sjálfsábyrgð á henni er 0 kr.

Hvað er tryggt með Platínum tryggingu?

Platínum trygging tryggir þig fyrir öllum skemmdum sem kunna að koma upp á leigutíma að undanskildum vatnstjónum.
Að sjálfssögðu á þetta ekki við ef viðskiptavinur er undir áhrifum eða án ökuréttinda.

Hvað gerist ef bíll tjónast?

Ef bíll tjónast af völdum viðskiptavinar látum við cabas meta tjónið á nokkrum völdum verkstæðum, í kjölfarið er valið lægsta boð og viðskiptavinur í kjölfarið rukkaður.

Sé viðskiptavinur í rétti en nóg fyrir okkur að fá tjónaskýrslu og við sjáum um rest.